700 manns fylltu göngugötu Grósku í vísindaferð Gulleggsins

Yfir 700 manns fylltu göngugötu Grósku í vísindaferð Gulleggsins á dögunum þar sem Sprite Zero Klan og Háski trylltu lýðinn.

Vísindaferðin hófst með kynningu á frumkvöðlakeppninni Gullegginu í hátíðarsal Grósku þar sem Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups fór yfir framkvæmd keppninar og praktísk atriði varðandi þátttöku. Það var svo fráfarandi borgarstjóri Dagur B. Eggertsson sem fékk alla viðstadda til að sperra eyrun þegar hann hvatti háskólanema að vera óhrædda að láta drauma sína verða að veruleika og taka stökkið inn í íslenskt sprotasamfélag með þátttöku í Gullegginu en Reykjavíkurborg hefur verið bakhjarl keppninnar til fjölda ára. Alma Dóra Ríkarðsdóttir, frumkvöðull og meðstofnandi sprotafyrirtækisins HEIMA fór svo yfir ferli HEIMA sem var lítið annað en hugmynd á servíettu þegar hún hlaut Gulleggið árið 2020 en er nú fullbúið smáforrit með tugþúsundir notenda.

Múgur og margmenni voru saman komin fyrir utan hátíðarsal þegar kynningu lauk en áður en Sprite Zero Klan og Háski gerðu allt vitlaust á torginu í Grósku tók við tók spjall við bakhjarla Gulleggsins sem lýstu upp göngugötu Grósku með skiltum og risaskjám.

“Við erum gríðarlega stolt af vísindaferðum okkar hjá KLAK – Icelandic Startups en við höfum núna í nokkur ár haldið risa vísindaferðir til að markaðssetja Gulleggið sem hafa fest sig í sessi meðal eftirsóttustu viðburða hjá nemendum háskóla landsins. Nú tekur við sjálf hugmyndakeppnin. Við tökum við skráningum í Masterclass Gulleggsins til aðfaranótt laugardagsins, eða til 23:59 19. janúar  en þátttaka í Masterclass er nauðsynleg til að geta sent inn hugmynd í keppnina. Markmiðið með Masterclass er að þróa hugmynd og búa til kynningu sem gerir þér kleift að taka næsta skref. 10 teymi eru svo valin inn í lokakeppni Gulleggsins sem fer fram í hátíðarsal Grósku þann 9. febrúar. “ segir Magnús Daði Eyjólfsson, verkefnastjóri Gulleggsins.  

Bakhjarlar Gulleggsins eru Landsbankinn, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Bifröst, Brunnur Ventures, CCEP, Controlant, Crowberry Capital, Eyrir Venture managment, Frumtak, Gróska hugmyndahús, Héðinn, Hugverkastofa, Íslandsstofa, KPMG, Kvika eignatýring / Iðunn, Marel, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið, Tækniþróunarsjóður, Össur, Reykjavíkurborg, Orkusalan,

KLAK teymið minnir á að skrá sig í keppnina á forsíðu Gulleggsins. skráning lýkur á miðnætti 19. janúar!

Birt á Smartlandi mbl.is 18012024

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Sea Growth hlaut Gulleggið 2024

Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit Gulleggsins 2024 voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta teymið að mati almennings.  Sea Growth

Topp 10 sem keppa um Gulleggið 2024

Föstudaginn 9. febrúar fáum við að vita hvaða hugmynd hreppir Gulleggið 2024! Gulleggið, stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands er eitt af flaggskipum KLAK – Icelandic

Kick-Off Masterclass Gulleggsins 2024

Spjallaðu við sérfræðinginn sem þig vantar í teymið þitt í Grósku föstudaginn 19. janúar kl. 16:00 – 18:00!. Gulleggið, stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands er

Síðasta vísindaferð Gulleggsins 2024!

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna síðustu vísindaferð Gulleggsins 2024! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki