800 háskólanemendur sóttu vísindaferð Gulleggins

800 háskólanemendur flyktust í Grósku til að kynna sér Gulleggið, stærstu og elstu frumkvöðlakeppni landsins en það mun vera metfjöldi háskólanema í vísindaferð. KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR keyrðu í gang síðustu vísindaferð Gulleggsins 2023 í Grósku þar sem helstu bakhjarlar Gulleggsins kynntu starfsemi sína.

Tónlistarmaðurinn Birnir tók lagið á stóra sviðinu í hjarta Grósku og tryllti lýðinn eftir formlega opnun síðustu vísindaferðarinnar fyrir Gulleggið 2023 í hátíðarsal Grósku. Freyr Friðfinnsson frá KLAK startaði vísindaferðinni með kynningu á Gullegginu í troðfullum hátíðarsalum.

Bakhjarlar Gulleggsins komu fram og framkvæmdastjóri Grósku, Vera Dögg Antonsdóttir, fór yfir hugmyndinafræðina á bakvið Grósku við mikla hrifningu viðstaddra. Viggó Ásgeirsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar á einstaklingssviði Landsbankans, tók við og fór yfir starfsemi bankans en Landsbankinn hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi eða síðastliðin 16 ár. Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Controlant, endaði á því að fara yfir aðkomu Controlant í Gullegginu. Controlant vann keppnina árið 2009 og á 15 ára afmæli fyrirtækisins er það nú einn af bakhjörlum keppninnar. 

Á föstudaginn klukkan fjögur verður tekið forskot á Gulleggs-sæluna og er öllum boðið í Grósku á viðburð með Bergi Ebba, þar sem frumkvöðlar fá tækifæri til að kynnast og sameina krafta sína áður en Masterclass Gulleggsins hefst.  

Aðalbakhjarl Gulleggsins 2023 er Landsbankinn sem hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi en meðal annarra bakhjarla eru Controlant, Origo, HVIN, Reykjavíkurborg, Hugverkastofa, Advania, Marel, Eyrir Invest, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóðurinn, Crowberry capital, KPMG, Ölgerðin, Brunnur, Kvika eignastýring, Gróska, Frumtak ventures, Vörður auk Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands.

Skráning í Gulleggið er í gangi og fer fram hér – síðasti dagurinn til að skrá sig er 20. janúar.

Gulleggið er unnið í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefndir HÍ og HR. Árlega fær Gulleggið flotta einstaklinga til liðs við sig sem brenna fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi en Gulleggið er að stórum hluta stýrt af sjálfboðaliðum úr röðum háksólanema.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Ótrúleg mæting í Vísindaferð

Yfir 800 gestir fylltu göngugötu Grósku í vísindaferð Gulleggsins á dögunum þar sem ClubDub stigu meðal annars á stokk. Dagskráin hófst á því að Ásta

Síðasta vísindaferð Gulleggsins 2025

KLAK Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HÍ kynna vísindaferð Gulleggsins 2025!  Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Opið er fyrir umsóknir í Gulleggið 2025

Við hvetjum öll sem liggja á hugmynd og þau sem vilja taka þátt án hugmyndar að senda inn umsókn í Gulleggið 2025! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni

Fyrstu verðlaun í Gullegginu hækka í 2.000.000 kr.

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og frá upphafi hefur Landsbankinn verið aðalbakhjarl keppninnar. Nú hefur Landsbankinn ákveðið

Gulleggið í kynningarferð um landið

Á næstunni mun KLAK – Icelandic startups leggja hringveginn undir sig og halda í kynningarferð á starfsemi sinni með sérstakri áherslu á stærstu og elstu