Áslaug Arna ráðherra sló í gegn í Masterclass

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og “Ráðherra Gulleggsins” flutti hvetjandi erindi í lok Masterclass Gulleggsins við mikla hrifningu viðstaddra sem fylltu hátðarsal Grósku. Metþátttaka var í Masterclass og munu öll sem skráðu sig keppast um að komast í Topp 10 og eiga þar með möguleika að vinna Gulleggið 2023. 

Góðkunnir fyrirlesarar komu fram í Masterclass Gulleggsins 2023 fengu öll gott endurkast frá forvitnum þátttakendum Gulleggsins en þau varla höfðu undan að svara  spurningum. Keppendur sem komast áfram í Topp 10 vinna áfram í sínum kynningum með aðstoð sérfræðinga úr atvinnulífinu og fá þar að auki framkomuþjálfun svo allt sé upp á 10 fyrir aðal keppnina. Gerður Arinbjarnardóttir stofnandi Blush kom fyrst á svið mikið lófaklapp en það myndaðist mikil spenna fyrir erindinu hennar. 

Haft er eftir Gerði í Blush að “Gulleggið er frábær vettvangur fyrir einstaklinga eða hópa til að öðlast þekkingu og færni á frumkvöðlastarfi. Hvort sem þú ert með hugmynd eða ekki þá ættu allir að geta lært eitthvað eða fengið innblástur af hugmynd.

Meðal annara fyrirlesara í Masterclass Gulleggsins voru Alma Dóra Ríkarðsdóttir, ein stofnenda HEIMA, Sunna Halla Einarsdóttir fjármálastjóri KLAK og Taktikal, Guðjón Már Guðjónsson eða Guðjón í Oz, Oddur Ólafsson einn stofnanda HorseDay,  Kristján Schram hjá Instrúment og Atli Björgvinsson markaðsstjóri. 

Gulleggið var frábær stökkpallur fyrir okkur í HEIMA teyminu til þess að móta hugmyndina okkar og koma henni á framfæri. Við fengum líka að kynnast framúrskarandi fólki úr nýsköpunarsenunni sem gáfu okkur endurgjöf og góð ráð. Ég hvet öll þau sem eru meðgóðaviðskiptahugmynd í kollinum eða hafa áhuga á nýsköpun til þess að kynna sér Gulleggið,” segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir ein stofnenda HEIMA. 

Gulleggið frumkvöðlakeppnin er haldin af KLAK – Icelandic Startups og hefur farið fram árlega síðan 2008. Tilgangurinn er að nýjar hugmyndir fái brautargengi og koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar að keppninni á hverju ári og veita leiðsögn og gefa endurgjöf. 

Aðalbakhjarl Gulleggsins 2023 er Landsbankinn sem hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi en meðal annarra bakhjarla eru Controlant, Origo, HVIN, Reykjavíkurborg, Hugverkastofa, Advania, Marel, Eyrir Invest, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóðurinn, Crowberry capital, KPMG, Ölgerðin, Brunnur, Kvika eignastýring, Gróska, Frumtak ventures, Vörður auk Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Lokakeppni Gulleggsins 2025: Sagareg sigraði

Lokakeppni Gulleggsins 2025: Sagareg sigraði Föstudaginn 14. febrúar s.l. fór fram lokakeppni Gulleggsins 2025, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, þar sem nýstárlegar viðskiptahugmyndir glöddu gesti í sal

Vinsælasta teymið

Nú er komið að þér að ráða úrslitum! Kosningin um vinsælasta teymi Gulleggsins 2025 stendur yfir, og nú hefurðu tækifæri til að veita því teyminu

Ótrúleg mæting í Vísindaferð

Yfir 800 gestir fylltu göngugötu Grósku í vísindaferð Gulleggsins á dögunum þar sem ClubDub stigu meðal annars á stokk. Dagskráin hófst á því að Ásta

Síðasta vísindaferð Gulleggsins 2025

KLAK Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HÍ kynna vísindaferð Gulleggsins 2025!  Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á