Björtustu vonirnar keppa um Gulleggið!

Bergur Ebbi Benediktsson opnar Masterclass Gulleggsins 2022

Masterclass Gulleggsins 2022 fór af stað með beinu streymi úr hátíðarsal Grósku laugardaginn 15. janúar og hélt áfram á sunnudeginum. Bergur Ebbi gaf tóninn fyrir Masterclass helgarinnar með öflugum hvatnigarorðum sem stappaði stálinu í viðstadda.

Masterclass fór vel af stað og á eftir Bergi Ebba komu fyrirlesararnir einn eftir öðrum með drífandi og uppörvandi orð um frumkvöðlasenuna þar sem fjallað var um margvíslegar hliðar frumkvöðlastarfsins. Þátttakendur fengu innsýn í hvað þarf til að taka fyrsta skrefið, gera gott pitch deck og ná árangri.

Þau sem komu fram á laugardeginum voru, Bergur Ebbi, Stefanía stofnandi AVO, Gerður stofnandi Blush, Eydís stofnandi Zeto, Davíð stofnandi Smitten og snillingar frá Icelandic Startups, Ása, Kristín, Freyr og Sunna.

Lokadagur Masterclass Gulleggsins hófst á Unconference vinnustofum en allir þátttakendur hittust á rafrænum fundum með sérfræðingum frá Landsbankanum, Marel, KPMG, Hugverkastofu, Advel, Brunni Ventures og Crowberry Capital.

Beint streymi tók við af Unconference, rafrænu vinnustofunum þar sem þau Haraldur Hugosson frumkvöðull, Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði og Ása María Þórhallsdóttir, verkefnastjóri Gulleggsins töluðu við þáttakendur. Bergur Ebbi lauk síðan Masterclass Gulleggsins og hvatti öll til dáða.


Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Sea Growth hlaut Gulleggið 2024

Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit Gulleggsins 2024 voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta teymið að mati almennings.  Sea Growth

Topp 10 sem keppa um Gulleggið 2024

Föstudaginn 9. febrúar fáum við að vita hvaða hugmynd hreppir Gulleggið 2024! Gulleggið, stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands er eitt af flaggskipum KLAK – Icelandic

Kick-Off Masterclass Gulleggsins 2024

Spjallaðu við sérfræðinginn sem þig vantar í teymið þitt í Grósku föstudaginn 19. janúar kl. 16:00 – 18:00!. Gulleggið, stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands er