Fjölmennasta vísindaferð Gulleggsins í Grósku

Yfir 700 háskólanemar mættu í vísindaferð Gulleggsins í Grósku og varð því fjölmennasta vísindaferð landsins til þessa, að því best er vitað. Gulleggið, stærsta og elsta frumkvöðlakeppni landsins í umsjá KLAK – Icelandic Startups fer nú fram í 16. skiptið en meðal þekktra fyrirtækja sem tekið hafa sín fyrstu skref í Gullegginu má nefna Controlant, Meniga, PayAnalytics og Solid Clouds. 

Aðalbakhjarl Gulleggsins er Landsbankinn sem hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi en meðal annarra bakhjarla eru Reykjavíkurborg, HVIN, Marel, Origo, Advania, KPMG, Frumtak, Controlant, Iðunn, Rarik, Ölgerðin, Vörður, Hugverkastofa, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður auk Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Blásið var í stóru lúðrana þegar íburðarmiklir og áberandi kynningarbásar bakhjarla voru settir upp á göngugötu Grósku en þegar mest lét var erfitt að fóta sig milli bása vegna háskólanema. 

Færri komust að en vildu í hátíðarsal Grósku þegar Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK setti vísindaferð Gulleggsins fyrir troðfullum sal og setti þar með tóninn fyrir það sem koma skal í Gullegginu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og “ráðherra Gulleggsins” fór með hvetjandi erindi um nýsköpun við mikinn fögnuð viðstaddra. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og fulltrúar frá Marel, Sveinn Kjarval, verkefnastjóri og Hildur Einarsdóttir, automation manager, fluttu uppörvandi erindi um það allra helsta sem viðkemur frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun.

Stjörnutvíeykið í Úlfur Úlfur, Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason tróðu upp við hinn umtalaða Gróðurvegg Grósku og gerðu allt vitlaust þegar þeir tóku lagið eftir setningu vísindaferð Gulleggsins. 

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Opið er fyrir umsóknir í Gulleggið 2025

Við hvetjum öll sem liggja á hugmynd og þau sem vilja taka þátt án hugmyndar að senda inn umsókn í Gulleggið 2025! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni

Fyrstu verðlaun í Gullegginu hækka í 2.000.000 kr.

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og frá upphafi hefur Landsbankinn verið aðalbakhjarl keppninnar. Nú hefur Landsbankinn ákveðið

Gulleggið í kynningarferð um landið

Á næstunni mun KLAK – Icelandic startups leggja hringveginn undir sig og halda í kynningarferð á starfsemi sinni með sérstakri áherslu á stærstu og elstu

Kynningarfundur um Gulleggið 2025 á Akureyri

Gulleggið sem er stærsta nýsköpunarkeppni landsins verður með kynningarfund sem haldin verður á Strikinu á Akureyri þann 2. október kl 17:00 Jenna Björk Guðmundsdóttir frá

Sea Growth hlaut Gulleggið 2024

Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit Gulleggsins 2024 voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta teymið að mati almennings.  Sea Growth