Gulleggið mun blása í alla lúðra á Akureyri

Gulleggið mun blása í stóru lúðrana og slá upp partý í fyrsta sinn á Akureyri á VAMOS 25. nóvember frá 20:00 – 22:00

Komdu og kynntu þér Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni landsins ásamt því að fræðast um nýsköpun. Þessu máttu hreinlega ekki missa af!

Bakhjarlar Gulleggsins verða á staðnum og bjóða gestum upp á létt spjall.

Stjörnutvíeykið í Úlfur Úlfur mun trylla lýðinn eins og þeim er einum lagið.

Trúbadorinn Einar Höllu tekur við strax að viðburði loknum og heldur áfram að skemmta gestum.

Það verða drykkir í boði – ekki missa af þessum glæsilega viðburði og vertu með okkur á VAMOS 25. nóvember milli 20:00 & 22:00


Taktu fyrsta skrefið i dag og kráðu þig í Gulleggið hér með eða án hugmyndar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,

KLAK – Icelandic Startups og Gulleggið

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins 2024

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands. Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar Héðins og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups

Stórfyrirtækið Össur er bakhjarl Gulleggsins 2024

Össur er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands en Hildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups undirrituðu samning

Topp 10 valin í lokakeppni Gulleggsins 2023

Lokakeppni Gulleggsins fer fram þann 10. febrúar í Grósku og í beinni útsendingu á visir.is. Rýnihópur sem telur yfir 70 einstaklingar reyndra aðila úr atvinnulífinu