Gulleggsfjölskyldan

Okkur hafa borist yfir  

3000

hugmyndir frá upphafi

140

hugmyndir hafa komist upp í topp 10.

Gulleggið hefur verið haldið frá árinu 2008 og höfum við fengið sendar um 3.000 hugmyndir inn frá upphafi. Margar af þessum hugmyndum eru orðnar að stórum fyrirtækjum í dag með yfir 100 manns á launaskrá hvert. Gulleggsfjölskyldan stækkar og stækkar ár hvert og eiga allir fyrrum þátttakendur það sameiginlegt að gefa af sér sinn tíma í þágu nýsköpunar til nýrra frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref með aðstoð Gulleggsins.