Masterclass

Er tveggja daga vinnusmiðja ætluð öllum þeim þátttakendum sem skrá sig í Gulleggið. Masterclass Gulleggsins er bland af vinnusmiðjum og fyrirlestrum þar sem fjöldi reyndra frumkvöðla og sérfræðinga leiðbeina þátttakendum við það hvernig móta skal hugmyndina og búa til svokallað „pitch deck“ eða stutta glærukynningu sem tekur á helstu þáttum hugmyndarinnar. 

Það að hafa útbúið gott ,,pitch deck“ utan um hugmynd sína er fyrsta skrefið í átt að því að koma hugmynd í framkvæmd.

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Avo

Tímalína

Pitch deck

Pitch deck er stutt kynning sem gerir megin þáttum viðskiptahugmyndar góð skil. Hér er dæmi um uppsetningu á pitch deck sem við styðjumst við í Gullegginu en gott er að hafa í huga að almennt þarf að aðlaga það að hverju sinni eftir því hver viðtakandi er. 

Í Gullegginu verður unnið með 10 glæru kynningar sem þurfa að innihalda neðangreind atriði.  

Svona gerir
þú pitch deck

Nafn og stutt lýsing
Lýsið lausninni eða vörunni í stuttu máli

Vandamálið
Hvaða vandamál er markhópurinn að glíma við?

Lausnin
Hvernig leysið þið það tiltekna vandamál

Teymi
Dragið fram styrkleika teymisins

Viðskiptavinur / Markaður
Hver er markhópurinn og hversu stór er markaðurinn?

Af hverju núna?
Sýnið fram á að nú sé rétti tíminn til að koma með þessa lausn

Samkeppnin
Hverjir eru samkeppnisaðilar og hvert er ykkar samkeppnisforskot?

Tekju- og kostnaðaráætlun
Lýsið tekjum og kostnaðarliðum í grófum dráttum fyrir næstu 12 mánuði.  Hvernig munuð þið fjármagna næsta ár? Hvert er tekjumódelið?

Myndbönd frá Masterclass 2023

Hvert er markmiðið?
– Gerður Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush

Pitch sem getur unnið Gulleggið
– Alma Dóra Ríkharðsdóttir, meðstofnandi og framkvæmdastjóri HEIMA

Sigurvegari New Nordics Pitch Competition segir frá sinni vegferð
– Finnur Pind, stofnandi og framkvæmdastjóri Treble

Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja
– Sunna Halla Einarsdóttir, fjármálastjóri KLAK og Taktital

Startup Model
– Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri OZ

Að skilgreina markaðslegu stefnuna
– Kristján Schram, stofnandi og eigandi Instrúment

Saga frumkvöðuls
– Oddur Ólafsson, framkvæmdastjóri og meðeigandi Horseday

Það eru engar tilviljanir
– Atli Björgvinsson, markaðssérfræðingur

Ráðherra pepp
– Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra

Myndbönd frá Masterclass 2022

Opnun Gulleggsins  2022! 
Bergur Ebbi 

Almenn kynning á Gullegginu og fyrirkomulagi næstu daga
– Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups

Hugsaðu stórt
– Stefanía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi AVO

Mótun hugmyndar – vinnustofa
– Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri Icelandic Startups

Saga frumkvöðuls – Markmiðasetning
– Gerður Huld Arinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Blush

Saga frumkvöðuls – stuðningsumhverfið
– Eydís Mary Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Zeto

Saga frumkvöðuls
– Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og stofnandi Smitten

Fjármögnun – fyrstu skref
– Sunna Halla Einarsdóttir, fjármálastjóri Icelandic Startups

Hvernig á að búa til gott pitch deck?
– Haraldur Hugosson, frumkvöðull 

Hvað er Fræ styrkur?
– Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði