Origo bakhjarl Gulleggsins 2023

Origo hefur gerst bakhjarl Gulleggsins, stærsta frumkvöðlakeppni landsins. Gulleggið er ein vinsælasta frumkvöðlakeppnin á Íslandi þar sem háskólanemendur og almenningur geta tekið fyrstu skrefin í frumkvöðlasamfélaginu með því að umbreyta hugmynd í viðskiptatækifæri.

Origo elskar að breyta góðri tækni í góða viðskiptahugmynd og lætur sitt ekki eftir liggja við að styðja verkefni sem hafa það að leiðarljósi að búa til tæknihugmyndir sem geta gert lífið betra,“ segir Jón Björnsson, forstjóri Origo.

Origo er einn af stærstu hluthöfum KLAK – Icelandic Startups en aðrir eigendur eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins og Samtök Iðnaðarins. Origo hefur stutt við starfsemi KLAK í gegnum árin, aðstoðað frumkvöðla og stuðlað að fjölgun sprotafyrirtækjum hérlendis.

„Fleiri bakhjarlar þýðir stærri keppni, fleiri tækifæri og meiri nýsköpun. Við fögnum því allan daginn að fá inn svo öflugt fyrirtæki í bakhjarlahópinn. Saga Origo er til fyrirmyndar, þau skilja og styðja nýsköpun núna sem og alltaf,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK.

Jón Björnsson, forstjóri Origo, Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Origo og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups hafa í gegnum gott samstarf stuðlað að því styrkja enn frekar samstarf Origo og KLAK. Með undirritun samningsins gerist Origo nú formlegur bakhjarl Gulleggsins í fyrsta sinn.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Síðasta vísindaferð Gulleggsins 2025

KLAK Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HÍ kynna vísindaferð Gulleggsins 2025!  Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Opið er fyrir umsóknir í Gulleggið 2025

Við hvetjum öll sem liggja á hugmynd og þau sem vilja taka þátt án hugmyndar að senda inn umsókn í Gulleggið 2025! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni

Fyrstu verðlaun í Gullegginu hækka í 2.000.000 kr.

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og frá upphafi hefur Landsbankinn verið aðalbakhjarl keppninnar. Nú hefur Landsbankinn ákveðið

Gulleggið í kynningarferð um landið

Á næstunni mun KLAK – Icelandic startups leggja hringveginn undir sig og halda í kynningarferð á starfsemi sinni með sérstakri áherslu á stærstu og elstu

Kynningarfundur um Gulleggið 2025 á Akureyri

Gulleggið sem er stærsta nýsköpunarkeppni landsins verður með kynningarfund sem haldin verður á Strikinu á Akureyri þann 2. október kl 17:00 Jenna Björk Guðmundsdóttir frá