Rapparinn Daniil tryllti lýðinn í Grósku

Frum­kvöðlar og sprot­ar framtíðar­inn­ar komu sam­an í Grósku hug­mynda­húsi á kynn­ingu Gul­leggs­ins, stærstu frum­kvöðlakeppni Íslands, á dög­un­um. Kynn­ing­in fór fram í göngu­götu húss­ins þar sem tón­list­armaður­inn og rapp­ar­inn Daniil, sem var val­inn nýliði árs­ins 2023 á Hlust­enda­verðlaun­un­um, tryllti lýðinn.

800 áhuga­sam­ir há­skóla­nem­end­ur flykkt­ust í Grósku til að kynna sér Gul­leggið og starf­semi helstu bak­hjarla þess, en íburðar­mikl­ir bás­ar fylltu göngu­göt­una. KLAK – Icelandic Startups í sam­starfi við Ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðlanefnd Há­skóla Íslands héldu þessa stærstu vís­inda­ferð hér á landi til að kynna Gul­leggið 2024. Það var fram­kvæmda­stjóri KLAK, Ásta Sóllilja Guðmunds­dótt­ir, sem setti viðburðinn í ár og það fyr­ir full­um hátíðarsal Grósku.

Áslaug Arna með hvetj­andi orðræðu

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, sem oft hef­ur verið kölluð „ráðherra Gul­leggs­ins“, steig á svið með hvetj­andi orðræðu um ný­sköp­un og Gul­leggið, en Magnús Daði Eyj­ólfs­son, verk­efna­stjóri Gul­leggs­ins, kynnti hana á svið eft­ir að hafa farið yfir helstu lyk­il­atriði hvað varðar þátt­töku.

Há­skóla­nem­end­ur fengu einnig að heyra frá Sig­urði Ólafs­syni, fram­kvæmda­stjóra Gróður­húss­ins, en hann flutti er­indi um sprotaum­hverfið og Magnúsi Má Þor­geirs­syni, teym­is­leiðtoga hug­búnaðar í vef­deild Lands­bank­ans, sem sagði nem­end­um frá at­vinnu­tæki­fær­um og ný­sköp­un inn­an bank­ans. Lands­bank­inn hef­ur tekið þátt í frum­kvöðlaverk­efn­inu frá upp­hafi og veit­ir aðal­verðlaun­in.

Meðal annarra bak­hjarla sem voru með kynn­ing­ar­bása í göngu­götu Grósku voru Há­skóli Íslands, Há­skól­inn í Reykja­vík, Há­skól­inn á Ak­ur­eyri, Össur, Bifröst, Origo, KPMG, Crow­berry Capital, Mar­el, Hug­verka­stofa og Coca Cola Europacific Partners á Íslandi.

Birt á Smartland á mbl.is 1. nóvember 2023

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Gulleggið er fyrir öll og ömmu þeirra!

Vissir þú að Gulleggið er opið öllum og ömmum þeirra? Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur verið haldin af KLAK – Icelandic Startups síðan

Vísindaferð Gulleggsins á Akureyri 17. nóvember

KLAK – Icelandic Startups og Háskólinn á Akureyri kynna vísindaferð Gulleggsins á Akureyri! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt og spennandi fyrirtæki verða á svæðinu

CCEP á Íslandi er nýr bakhjarl Gulleggsins 2024

Coca Cola Europacific Partners á Íslandi er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands, en Gestur Steinþórsson, markaðsstjóri áfengra drykkja hjá CCEP og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir,