Rapparinn Daniil tryllti lýðinn í Grósku

Frum­kvöðlar og sprot­ar framtíðar­inn­ar komu sam­an í Grósku hug­mynda­húsi á kynn­ingu Gul­leggs­ins, stærstu frum­kvöðlakeppni Íslands, á dög­un­um. Kynn­ing­in fór fram í göngu­götu húss­ins þar sem tón­list­armaður­inn og rapp­ar­inn Daniil, sem var val­inn nýliði árs­ins 2023 á Hlust­enda­verðlaun­un­um, tryllti lýðinn.

800 áhuga­sam­ir há­skóla­nem­end­ur flykkt­ust í Grósku til að kynna sér Gul­leggið og starf­semi helstu bak­hjarla þess, en íburðar­mikl­ir bás­ar fylltu göngu­göt­una. KLAK – Icelandic Startups í sam­starfi við Ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðlanefnd Há­skóla Íslands héldu þessa stærstu vís­inda­ferð hér á landi til að kynna Gul­leggið 2024. Það var fram­kvæmda­stjóri KLAK, Ásta Sóllilja Guðmunds­dótt­ir, sem setti viðburðinn í ár og það fyr­ir full­um hátíðarsal Grósku.

Áslaug Arna með hvetj­andi orðræðu

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, sem oft hef­ur verið kölluð „ráðherra Gul­leggs­ins“, steig á svið með hvetj­andi orðræðu um ný­sköp­un og Gul­leggið, en Magnús Daði Eyj­ólfs­son, verk­efna­stjóri Gul­leggs­ins, kynnti hana á svið eft­ir að hafa farið yfir helstu lyk­il­atriði hvað varðar þátt­töku.

Há­skóla­nem­end­ur fengu einnig að heyra frá Sig­urði Ólafs­syni, fram­kvæmda­stjóra Gróður­húss­ins, en hann flutti er­indi um sprotaum­hverfið og Magnúsi Má Þor­geirs­syni, teym­is­leiðtoga hug­búnaðar í vef­deild Lands­bank­ans, sem sagði nem­end­um frá at­vinnu­tæki­fær­um og ný­sköp­un inn­an bank­ans. Lands­bank­inn hef­ur tekið þátt í frum­kvöðlaverk­efn­inu frá upp­hafi og veit­ir aðal­verðlaun­in.

Meðal annarra bak­hjarla sem voru með kynn­ing­ar­bása í göngu­götu Grósku voru Há­skóli Íslands, Há­skól­inn í Reykja­vík, Há­skól­inn á Ak­ur­eyri, Össur, Bifröst, Origo, KPMG, Crow­berry Capital, Mar­el, Hug­verka­stofa og Coca Cola Europacific Partners á Íslandi.

Birt á Smartland á mbl.is 1. nóvember 2023

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Síðasta vísindaferð Gulleggsins 2025

KLAK Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HÍ kynna vísindaferð Gulleggsins 2025!  Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Opið er fyrir umsóknir í Gulleggið 2025

Við hvetjum öll sem liggja á hugmynd og þau sem vilja taka þátt án hugmyndar að senda inn umsókn í Gulleggið 2025! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni

Fyrstu verðlaun í Gullegginu hækka í 2.000.000 kr.

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og frá upphafi hefur Landsbankinn verið aðalbakhjarl keppninnar. Nú hefur Landsbankinn ákveðið

Gulleggið í kynningarferð um landið

Á næstunni mun KLAK – Icelandic startups leggja hringveginn undir sig og halda í kynningarferð á starfsemi sinni með sérstakri áherslu á stærstu og elstu

Kynningarfundur um Gulleggið 2025 á Akureyri

Gulleggið sem er stærsta nýsköpunarkeppni landsins verður með kynningarfund sem haldin verður á Strikinu á Akureyri þann 2. október kl 17:00 Jenna Björk Guðmundsdóttir frá