Gulleggið er í umsjón Icelandic Startups sem býr að áralangri reynslu af þjálfun og stuðningi við frumkvöðla á fyrstu stigum. 
Við framkvæmd Gulleggsins njótum við liðsinnis hátt í 100 einstaklinga á ári hverju; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga sem hitta þátttakendur meðan á keppninni stendur og veita þeim leiðsögn og endurgjöf eða taka þátt í rýnihópi sem hefur það hlutverk að fara yfir viðskiptaáætlanir sem berast í keppnina. Þessi öflugi hópur fólks leggur fram tíma sinn í þágu verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag.

Lifandi samfélag frumkvöðla

Bakhjarlar

Gulleggið hefur frá upphafi keppninnar notið stuðnings nokkurra öflugustu fyrirtækja og stofnana landsins.Bakhjarlar og aðrir samstarfsaðilar Gulleggsins leggja lóð sín á vogarskálarnar með fjárframlagi og sérfræðiþekkingu til að tryggja framgang keppninnar. Fulltrúar þessara fyrirtækja eiga jafnframt sæti í dómnefnd Gulleggsins.

& aðrir samstarfsaðilar