Skráning í Gulleggið var til miðnættis 13. janúar!

Umsóknarfresturinn í Gulleggið 2022 rennur út á miðnætti 13. janúar..

Umsóknarfresturinn í Gulleggið, stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands rann út á miðnætti 13. janúar en skráning var opin öllum sem voru með og án hugmyndar. Um 300 manns tóku fyrsta skrefið í ár með því að skrá sig og yfir 2000 manna áhorf var á beina útsendingu fyrsta degi Gulleggins, Masterclass sem hófst laugardaginn 15. janúar úr hátíðarsal Grósku.

Ef þú ert að hugsa um að taka þátt að ári hvetjum við þig að fylgjast með okkur á Facebook og Instagram.

Öll teymin sem lögðu inn umsókn eru nú í því ferli að fullkomna Pitch deck sem þýðir að setja hugmynd fram í einfaldri kynningu sem tekur á öllum megin þáttum. Kennslan er í höndum Icelandic Startups en til liðs við okkur höfum við fengið fjölda reyndra frumkvöðla og sérfræðinga úr viðskiptalífinu. Í Masterclass fá öll teymin fræðslu og ráðgjöf um hver besta leiðin er að gera flott Pitch deck sem gott er að taka með sér inn í framtíðina.

Gulleggið er ekki bara frábært tækifæri til að fullkomna eigin kynningu á hugmynd heldur líka einstakur vettvangur til að koma hugmynd sinni á framfæri. Masterclass er ómetanlegur vettvangur til að kynnast öðrum í sömu hugleiðingum sem oft leiðir til ævilangrar vináttu og styrkir góð viðskiptatengsl til framtíðar.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins 2024

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands. Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar Héðins og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups

Stórfyrirtækið Össur er bakhjarl Gulleggsins 2024

Össur er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands en Hildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups undirrituðu samning

Topp 10 valin í lokakeppni Gulleggsins 2023

Lokakeppni Gulleggsins fer fram þann 10. febrúar í Grósku og í beinni útsendingu á visir.is. Rýnihópur sem telur yfir 70 einstaklingar reyndra aðila úr atvinnulífinu