Verð­mæti fólgin í því að mæta á Gulleggið

Birting: Fréttablaðið, 3. janúar 2023

Það eru mikil verð­mæti fólgin í því að mæta á svona við­burði, fá að heyra reynslu­sögur frá fólki sem var eitt sinn í sömu sporum, að vera með hug­mynd í höndunum sem lét það verða að veru­leika,“ segir Gerður.

Verðmætt að heyra hvernig hugmyndir fólks urðu að veruleika

Gerður í Blush opnar Masterclass Gulleggsins sem fer fram 21. 22. janúar.

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, sem var meðal annars valin Markaðs­manneskju ársins 2021, segir að Gul­leggið sé frá­bær vett­vangur fyrir ein­stak­ling og hópa sem hafa ást­ríðu og löngun til að stofna fyrir­tæki. Hvort sem þau eru með hug­mynd eða ekki. Hún segir marga sækja við­burðinn til að kynnast öðrum frum­kvöðlum og öðlast aukna færni. Frum­kvöðla­keppnin Gul­leggið mun fara fram í 16 skiptið með Masterclass helgina 21.til 22. janúar. Masterclassinn fer fram í annað sinn og er opinn öllum þeim sem skrá sig í Gul­leggið.

Gul­leggið er stærsta frum­kvöðla­keppni landsins en keppnin hefur farið fram síðan 2007. Fjöl­mörg fyrir­tæki hafa stigið sín fyrstu skref í Gul­legginu og má þar nefna Solid Clouds, Genki, Róró, Meniga og svo Controlant sem er eitt af bak­hjörlum keppninnar í ár.

Í ár verður sér­stök á­hersla lögð á að tengja saman frum­kvöðla og mynda þannig öflugari teymi sem eiga þann mögu­leika að vinna Gul­leggið 2023. Tæp­lega 300 frum­kvöðlar skráðu sig til leiks í fyrra og eru nú þegar 59 teymi skráð í ár en frestur til að skrá sig rennur út 20. janúar.

Fyrir­lesarar í Masterclass Gull­eggsins munu meðal annars fara yfir markaðs­setningu, fjár­mögnunar­um­hverfið, rauna­sögur sprota­fyrir­tækja og öll munu sitja vinnu­stofur með fyrir­lesurum.

Ein af megin á­herslum Masterclassins er að kenna frum­kvöðlum að ramma inn hug­myndir inn í góða sölu­kynningu. Frum­kvöðlar hafa í kjöl­farið tæki­færi á að senda sína kynningu inn og freista þess að verða eitt af þeim 10 sprota­fyrir­tækjum sem keppa um Gul­leggið þann 10. febrúar í beinni út­sendingu frá Grósku.

Aðal­bak­hjarl Gull­eggsins 2023 er Lands­bankinn sem hefur tekið þátt í verk­efninu frá upp­hafi en meðal annarra bak­hjarla eru Controlant, Origo, HVIN, Reykja­víkur­borg, Hug­verka­stofa, Advania, Marel, Eyrir Invest, Ís­lands­stofa, Crowberry capi­tal, KPMG, Öl­gerðin, Brunnur, Kvika eigna­stýring, Gróska, Frum­tak ventures, Vörður auk Há­skólinn í Reykja­vík, Há­skólinn á Akur­eyri og Há­skóli Ís­lands.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins 2024

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands. Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar Héðins og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups

Stórfyrirtækið Össur er bakhjarl Gulleggsins 2024

Össur er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands en Hildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups undirrituðu samning

Topp 10 valin í lokakeppni Gulleggsins 2023

Lokakeppni Gulleggsins fer fram þann 10. febrúar í Grósku og í beinni útsendingu á visir.is. Rýnihópur sem telur yfir 70 einstaklingar reyndra aðila úr atvinnulífinu