Ertu í háskóla og hefur einhvern áhuga á nýsköpun? Dreymir þig um að verða frumkvöðull en skortir hugmynd eða teymi – eða bæði?
Fyrsta Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins verður haldið helgina 4.-5. janúar 2025 í Grósku.
Hugmyndahraðhlaupið er lausnamót opið öllum háskólanemum landsins og er tækifæri til þess að mynda teymi og þróa með því nýsköpunar- hugmynd innan öflugs stuðningsumhverfis.
Sigurvegarar Hugmyndahraðhlaups Gulleggsins fá vegleg verðlaun:
Aðeins 60 sæti í boði
4. og 5. janúar í Grósku
Áskoranir kynntar fyrir þátttakendum
Hvernig ætlum við að leysa þetta vandamál?
Sigurvegarar fá vegleg verðlaun og sæti í topp 10 hóp Gulleggsins!
Hvernig getum við þróað sjálfbærar og arðbærar lausnir sem styðja við hringrásarhagkerfi í raftækjaiðnaði? Við leitum að hugmyndum sem auðvelda endurnýtingu, endursölu og endurvinnslu á notuðum raftækjum eins og snjalltækjum, tölvum og heimilistækjum af öllum stærðum. Lausnir sem bæta viðgerðarþjónustu, einfalda móttökuferli notaðra tækja og byggja á sjálfbæru tekjumódeli sem gagnast bæði neytendum og umhverfinu eru sérstaklega vel þegnar. Þessi áskorun snýst um að lengja líftíma raftækja og byggja upp sjálfbærni í tækjaiðnaði með nýsköpun í forgrunni.
Hvernig getum við tryggt almennt aðgengi loftslagstengdra gagna og þannig stuðlað að upplýstri ákvarðanatöku? Við leitum lausna sem auðvelda miðlun upplýsinga um umferðarþunga, ferðavenjur og loftgæði í rauntíma. Hugmyndir sem auka sýnileika og nýtingu gagna, hafa áhrif á hegðun íbúa og styðja við sjálfbærari samfélög eru sérstaklega vel þegnar.
Þessi áskorun snýst um að breyta flóknum gögnum í áhrifarík verkfæri fyrir fólk og umhverfi.
Hvernig getum við gert niðurstöður vísindarannsókna aðgengilegri og auðveldari í notkun fyrir fagfólk og fyrirtæki í atvinnulífinu? Við leitum að lausnum sem einfalda miðlun flókinna vísindagagna og stuðla að auknu samstarfi milli vísindamanna og sérfræðinga sem vinna að lausnum á samfélagslegum áskorunum. Hugmyndir sem tengja saman þekkingu og framkvæmd, efla nýsköpun og hjálpa til við að leysa brýn vandamál með krafti vísindanna eru sérstaklega vel þegnar.
Hvernig getum við aukið vitund og skilning ungs fólks á mikilvægi raforku og hlutverki hennar í daglegu lífi og sjálfbærri framtíð? Við leitum að skapandi og áhrifaríkum lausnum sem vekja áhuga og efla þekkingu þessa hóps á raforkumálum, notkun, nýsköpun og áhrifum á umhverfið. Hugmyndir sem tengja raforku við lífsgildi ungs fólks og framtíðarsýn þeirra eru sérstaklega vel þegnar.
Hvernig getum við endurnýtt afskurði úr gervifótaframleiðslu hjá Össuri? Við stoðtækjaframleiðslu falla til afskurðir af plastblönduðu koltrefjaefni af ýmsum stærðum sem nú er hent! Við leitum að umhverfisvænum og hagkvæmum lausnum til að draga úr sóun og auka sjálfbærni í framleiðslunni. Nýstárlegar hugmyndir fyrir þróun nýrra lausna og ferla sem auka verðmæti afgangsafurða eru sérstaklega vel þegnar.