FAQ

Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi og er keppnin opin öllum. Keppendur mega þó ekki hafa tekið inn fjármagn umfram 2 milljónir króna eða byrjað að hafa tekjur af hugmyndinni. 

Hægt er að skrá sig til þátttöku án hugmyndar og eiga þess kost að verða hluti af öðru teymi í keppninni og því ekki nauðsynlegt að vera með hugmynd til þess að geta orðið frumkvöðull.

Ekkert! 

Það getur hver sem er tekið þátt í tveggja daga Masterclass Gulleggsins . Þar mun fjöldi reyndra frumkvöðla og sérfræðinga leiðbeina þátttakendum við að læra að móta hugmyndir sínar og búa til svokallað „pitch deck“ eða stutta glærukynningu sem tekur á þeim þáttum sem huga þarf að á fyrstu stigum.

Skráning fer fram hér á forsíðu gulleggid.is 

Það skiptir ekki máli hvort sótt er um með eða án hugmyndar það komast allir að.

Daginn eftir að skráningu lýkur verður svo haft samband við alla þá sem hafa skráð sig með nánari upplýsingum um mætingu og fyrirkomulag.

Skráningu í keppnina skal fylgja stuttur texti sem lýsir hugmyndinni. Ekki er lagt mat á hugmyndina á þessu stigi heldur munu þátttakendur senda inn sína keppnis kynningu eftir Masterclassinn 15. & 16. janúar.

Skráning á hugmynd er alltaf örugg en ef þú telur þig vera með hugverk sem gæti uppfyllt skilyrði um einkaleyfaskráningu ráðleggjum við þér að ræða sérstaklega við starfsfólk KLAK – Icelandic Startups eða aðra viðeigandi sérfræðinga. 

Tungumál keppninnar hverju sinni tekur mið af skráðum þátttakendum og er annaðhvort enska eða íslenska. 

Hafðu endilega samband við okkur í gegnum tölvupóst á netfangið: gulleggid@klak.is