Advania stígur inn á nýsköpunarsviðið

Advania leggur aukna áherslu á að efla nýsköpun bæði innanhúss og með því að styrkja íslenska sprota. Fyrirtækið hefur gerst bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni landsins.

Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni Íslands hefur markað sér sess sem einn af stóru viðburðunum í nýsköpunarsenunni á Íslandi en hefur keppnin verið haldin af Klak – Icelandic Startups síðan 2008 og tóku 300 manns þátt í keppninni þegar hún var haldin síðast í byrjun árs. 

Advania vill leggja sitt af mörkum við að efla veg nýsköpunar í samfélaginu og liður í því er að styðja við viðburði á borð við Gulleggið.

,,Nýsköpun er forsenda þess að samfélagið þróist áfram. Fyrirtæki sem ekki stunda nýsköpun  verða undir og missa af lestinni. Bæði rótgróin og ný fyrirtæki þurfa að hlúa að nýsköpun. Því teljum við afar mikilvægt að styðja við fólk sem hefur kraft og seiglu í að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd,”segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania. 

“Það er mjög ánægjulegt að sjá aukna meðvitund um vægi nýsköpunar hjá stærri fyrirtækjum raungerast í samstarfi við KLAK. Það er gríðarlega mikilvægt að bakhjarlahópur Gulleggsins sé stór og fjölbreyttur og gefi þannig keppendum aðgang að breiðu tengslaneti og þekkingu. Við erum spennt fyrir samstarfinu og bjóðum Advania velkomin í bakhjarlahópinn,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Klak – Icelandic Startups.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Lokakeppni Gulleggsins 2025: Sagareg sigraði

Lokakeppni Gulleggsins 2025: Sagareg sigraði Föstudaginn 14. febrúar s.l. fór fram lokakeppni Gulleggsins 2025, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, þar sem nýstárlegar viðskiptahugmyndir glöddu gesti í sal

Vinsælasta teymið

Nú er komið að þér að ráða úrslitum! Kosningin um vinsælasta teymi Gulleggsins 2025 stendur yfir, og nú hefurðu tækifæri til að veita því teyminu

Ótrúleg mæting í Vísindaferð

Yfir 800 gestir fylltu göngugötu Grósku í vísindaferð Gulleggsins á dögunum þar sem ClubDub stigu meðal annars á stokk. Dagskráin hófst á því að Ásta

Síðasta vísindaferð Gulleggsins 2025

KLAK Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HÍ kynna vísindaferð Gulleggsins 2025!  Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á