KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR bjóða háskólanemum í fyrstu Vísindaferðina fyrir Gulleggið 2026, föstudaginn 24. október kl. 18 – 20 í Grósku. Á staðnum kynnum við stærstu frumkvöðlakeppni landsins, spennandi fyrirtæki verða til samtals, og Floni sér um stemninguna.
Drykkir frá CCEP á meðan birgðir endast.
Þar opnum við jafnframt fyrir skráningar í Gulleggið 2026. Skráning fer fram á innovit.wufoo.com/forms/w1wyp1y30bzpa4m. Við hlökkum til að taka á móti ykkur.
Hér má sjá video frá Vísindaferðinni í fyrra 🔥