CCEP á Íslandi er nýr bakhjarl Gulleggsins 2024

Coca Cola Europacific Partners á Íslandi er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands, en Gestur Steinþórsson, markaðsstjóri áfengra drykkja hjá CCEP og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups innsigluðu samstarfið í Grósku á dögunum.    

Gulleggið, sem haldið hefur verið af KLAK – Icelandic Startups í mörg ár, hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta frumkvöðlakeppni á Íslandi og veitt mörgum frumkvöðlum forskot og gott veganesti inn í nýsköpunarumhverfið á Íslandi 

“Við hjá Coca Cola á Íslandi erum stolt af því að fá að styðja við bakið á Gullegginu sem er einstakur vettvangur hér á landi til að ýta undir nýsköpun og hvetja fólk með viðskiptahugmyndir til dáða. Samstarfið fellur vel að samfélagsstefnu okkar þar sem margar af þeim hugmyndum sem berast í Gulleggið geta átt þátt í að auka framþróun í tækni, sjálfbærni og umhverfismálum sem síðar gagnast samfélaginu öllu. Áralöng saga Gulleggsins og þau flottu fyrirtæki og hugmyndir sem hafa komið í gegnum vettvanginn sýnir hversu mikilvægu hlutverki keppnin gegnir. Við hjá Coca-Cola hlökkum því mikið til samstarfsins næstu árin,” segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi.

Mörg fyrirtæki hafa farið í gegnum Gulleggið en þar má Controlant, Taktikal, Meniga, PayAnalytics og Atmonia. Allur almenningur er hvattur til að taka fyrstu skrefin í frumkvöðlasamfélaginu og umbreyta hugmynd í viðskiptatækifæri með þátttöku í Gullegginu. 

“Það er mikill styrkur fyrir Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands, að hafa fengið jafn öflugan styrktaraðila og Coca Cola Europacific Partners á Íslandi til liðs við okkur. KLAK – Icelandic Startups hefur getað státað sig af því að fá góða og sterka aðila í samstarf við Gulleggið og það er engin breyting á því í ár. Við höfum opnað fyrir skráningu í undirbúningsnámskeið fyrir keppnina og allir frumkvöðlar sem liggja á hugmynd eru hvattir til að skrá sig,” segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups. 

Á mynd frá vinstri: Magnús Daði Eyjólfsson verkefnastjóri Gulleggsins, Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups og Gestur Steinþórsson, markaðsstjóri áfengra drykkja hjá CCEP. 

Viðskiptablaðið 31.10.2023

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Gulleggið er fyrir öll og ömmu þeirra!

Vissir þú að Gulleggið er opið öllum og ömmum þeirra? Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur verið haldin af KLAK – Icelandic Startups síðan

Vísindaferð Gulleggsins á Akureyri 17. nóvember

KLAK – Icelandic Startups og Háskólinn á Akureyri kynna vísindaferð Gulleggsins á Akureyri! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt og spennandi fyrirtæki verða á svæðinu

Rapparinn Daniil tryllti lýðinn í Grósku

Frum­kvöðlar og sprot­ar framtíðar­inn­ar komu sam­an í Grósku hug­mynda­húsi á kynn­ingu Gul­leggs­ins, stærstu frum­kvöðlakeppni Íslands, á dög­un­um. Kynn­ing­in fór fram í göngu­götu húss­ins þar sem