Gulleggið er fyrir öll og ömmu þeirra!

Vissir þú að Gulleggið er opið öllum og ömmum þeirra?

Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur verið haldin af KLAK – Icelandic Startups síðan 2008. Þann 7. desember verður kynningarviðburður fyrir Gulleggið í Grósku þar sem að keppnin verður kynnt ásamt því að KLAK teymið verður á svæðinu að taka á móti áhugasömum í spjall og svara spurningum um Gulleggið.

Það þarf ekki að skrá sig á viðburðinn, endilega mætið og við hlökkum til sjá ykkur sem flest!

📍 Staðsetning: Gróðurhúsið. 2.hæð í Grósku
🗓 Dagsetning: 7. desember
⏰ Tími: 16:00 – 18:00

Skráning í Gulleggið er hafin og við hvetjum öll sem liggja á hugmynd (eða án hugmyndar!) til að skrá sig! Þú getur skráð þig í Gulleggið á gulleggid.is 🚀

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Lokakeppni Gulleggsins 2025: Sagareg sigraði

Lokakeppni Gulleggsins 2025: Sagareg sigraði Föstudaginn 14. febrúar s.l. fór fram lokakeppni Gulleggsins 2025, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, þar sem nýstárlegar viðskiptahugmyndir glöddu gesti í sal

Vinsælasta teymið

Nú er komið að þér að ráða úrslitum! Kosningin um vinsælasta teymi Gulleggsins 2025 stendur yfir, og nú hefurðu tækifæri til að veita því teyminu

Ótrúleg mæting í Vísindaferð

Yfir 800 gestir fylltu göngugötu Grósku í vísindaferð Gulleggsins á dögunum þar sem ClubDub stigu meðal annars á stokk. Dagskráin hófst á því að Ásta

Síðasta vísindaferð Gulleggsins 2025

KLAK Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HÍ kynna vísindaferð Gulleggsins 2025!  Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á