Hápunktur vikunnar er að skila inn pitch deck!

Ása_verkefnastjóri Gulleggsins 2022

Þátttakendur í Gullegginu hafa hist á reglulegum rafrænum fundum frá því Masterclass lauk um síðastliðna helgi. Sérfræðingar hafa setið fundi með hverjum og einum sem hafa þegið aðstoð við pitch deck og byrjuðu að mynda tengslanet sem er gullsígildi. Auk þess að ræða við nokkra snillinga um kynninguna sína fengu öll tækifæri á því að tengjast öðrum keppendum, þátttakendum sem sóttu um með og án hugmyndar. Spunnust áhrifaríkar umræður í samskiptunum sem vonandi mun leiða til áhrifaríks samstarfs einhverja aðila. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig hugmyndir munu koma með að þróast og dafna.  

Hápunktur í þessari viku er 21. janúar en keppendur hafa til miðnættis til að fínpússa og gera lokayfirferð á kynningu og senda hana inn. Fjölmenn dómnefnd mun í kjölfarið fara yfir allar umsóknir og velja bestu keppniskynningarnar.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins 2024

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands. Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar Héðins og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups

Stórfyrirtækið Össur er bakhjarl Gulleggsins 2024

Össur er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands en Hildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups undirrituðu samning

Topp 10 valin í lokakeppni Gulleggsins 2023

Lokakeppni Gulleggsins fer fram þann 10. febrúar í Grósku og í beinni útsendingu á visir.is. Rýnihópur sem telur yfir 70 einstaklingar reyndra aðila úr atvinnulífinu