Þátttakendur í Gullegginu hafa hist á reglulegum rafrænum fundum frá því Masterclass lauk um síðastliðna helgi. Sérfræðingar hafa setið fundi með hverjum og einum sem hafa þegið aðstoð við pitch deck og byrjuðu að mynda tengslanet sem er gullsígildi. Auk þess að ræða við nokkra snillinga um kynninguna sína fengu öll tækifæri á því að tengjast öðrum keppendum, þátttakendum sem sóttu um með og án hugmyndar. Spunnust áhrifaríkar umræður í samskiptunum sem vonandi mun leiða til áhrifaríks samstarfs einhverja aðila. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig hugmyndir munu koma með að þróast og dafna.
Hápunktur í þessari viku er 21. janúar en keppendur hafa til miðnættis til að fínpússa og gera lokayfirferð á kynningu og senda hana inn. Fjölmenn dómnefnd mun í kjölfarið fara yfir allar umsóknir og velja bestu keppniskynningarnar.