Höfum opnað fyrir skráningar í Gulleggið 2024

Nú getur þú skráð þig í Gulleggið 2024! Opnað hefur verið fyrir skráningar í Gulleggið 2024 og öll sem liggja á hugmynd (eða án hugmyndar!) eru hvött til að skrá sig.

Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af KLAK – Icelandic Startups síðan 2008. Gulleggið hefst í janúar með opnum Masterclass, þar sem markmiðið er að þróa hugmynd og búa til kynningu sem gerir þér kleift að taka næsta skref. 10 teymi eru svo valin inn í lokakeppni Gulleggsins sem fer fram í hátíðarsal Grósku. 

Lögð er rík áhersla á að þetta sé hugmyndakeppni og mega keppendur ekki hafa tekið inn fjármagn umfram 2 milljónir króna eða byrjað að hafa tekjur af hugmyndinni.

Gulleggið hefur verið stökkpallur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki sem dæmi Controlant, Meniga, PayAnalytics, Genki, Taktikal og fjölmörg önnur.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Síðasta vísindaferð Gulleggsins 2025

KLAK Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HÍ kynna vísindaferð Gulleggsins 2025!  Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Opið er fyrir umsóknir í Gulleggið 2025

Við hvetjum öll sem liggja á hugmynd og þau sem vilja taka þátt án hugmyndar að senda inn umsókn í Gulleggið 2025! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni

Fyrstu verðlaun í Gullegginu hækka í 2.000.000 kr.

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og frá upphafi hefur Landsbankinn verið aðalbakhjarl keppninnar. Nú hefur Landsbankinn ákveðið

Gulleggið í kynningarferð um landið

Á næstunni mun KLAK – Icelandic startups leggja hringveginn undir sig og halda í kynningarferð á starfsemi sinni með sérstakri áherslu á stærstu og elstu

Kynningarfundur um Gulleggið 2025 á Akureyri

Gulleggið sem er stærsta nýsköpunarkeppni landsins verður með kynningarfund sem haldin verður á Strikinu á Akureyri þann 2. október kl 17:00 Jenna Björk Guðmundsdóttir frá