Gulleggið sem er stærsta nýsköpunarkeppni landsins verður með kynningarfund sem haldin verður á Strikinu á Akureyri þann 2. október kl 17:00
Jenna Björk Guðmundsdóttir frá Gullegginu mun kynna keppnina og fólki stendur til boða að taka þátt í happdrætti. Þar sem hægt er að vinna flug til og frá RVK til þess að mæta á Vísindaferð Gulleggsins – stærstu vísindaferð landsins!
Í janúar verður haldinn Masterclass þar sem teymi geta fengið aðstoð varðandi sína hugmynd og þannig aukið möguleika sína á að vera valinn í forkeppnina.
Masterclass Gulleggsins er tveggja daga viðburður. Hann er bland af vinnusmiðjum og fyrirlestrum þar sem fjöldi reyndra frumkvöðla og sérfræðinga aðstoða frumkvöðla við sín fyrstu skref.
Gulleggið er opið öllum, það er einnig opið þeim sem ekki eru með hugmynd. Við hvetjum bara alla sem hafa einhvern áhuga að taka þátt í MasterClass Gulleggsins.
Masterclass Gulleggsins verður einnig haldinn á Akureyri, þar sem hann verður í beinu streymi og fulltrúi frá KLAK verður á staðnum til aðstoðar, t.d. við uppsetningu á kynningu hugmyndar.
Hugmyndahraðhlaup Háskólanna, nýr dagskráliður Gulleggsins, verður haldið helgina 4.-5. janúar. Það er viðburður opinn öllum og er tækifæri til þess að finna sér teymi og þóa með því nýsköpunarhugmynd innan öflugs stuðningaumhverfis – sem má svo senda inn í Gulleggið.
Komdu og kynntu þér Gulleggið!