Opið er fyrir umsóknir í Gulleggið 2025

Við hvetjum öll sem liggja á hugmynd og þau sem vilja taka þátt án hugmyndar að senda inn umsókn í Gulleggið 2025!

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og er frumkvöðlakeppni sem haldin er í upphafi hvers árs. Keppnin er sérstaklega hugsuð fyrir nýsköpun á hugmyndastigi og er opin fyrir öll, jafnt hugmyndasmiðum og áhugafólki um nýsköpun sem vilja láta að sér kveða.

Masterclass Gulleggsins

Masterclass Gulleggsins verður haldinn helgina 25.-26. janúar, en það er opið og frítt tveggja daga námskeið í nýsköpun og stofun sprotafyrirtækja. Masterclassinn samanstendur af vinnusmiðjum og fyrirlestrum, þar sem fjöldi reyndra frumkvöðla og sérfræðinga aðstoða frumkvöðla við sín fyrstu skref.

Masterclass Gulleggsins verður einnig haldinn á Akureyri, þar sem hann verður í beinu streymi og fulltrúi frá KLAK verður á staðnum til aðstoðar, t.d. við undirbúning umsóknar í lokakeppnina.

Til þess að taka þátt í keppninni þarf að fara í gegnum Masterclass Gulleggsins.

Hugmyndahraðhlaup Háskólanna

Hugmyndahraðhlaup Háskólanna verður haldið í fyrsta skipti helgina 4.-5. janúar þar sem markmiðið er að þróa hugmynd og búa til kynningu á henni. . Viðburðurinn verður opinn öllum háskólanemum landsins og er tækifæri til þess að finna sér teymi og þróa nýsköpunarhugmynd innan öflugs stuðningsumhverfis – sem má svo senda inn í Gulleggið.

Tíu teymi eru svo valin inn í lokakeppni Gulleggsins sem fer fram í hátíðarsal Grósku þann 14. febrúar 2025.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Fyrstu verðlaun í Gullegginu hækka í 2.000.000 kr.

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og frá upphafi hefur Landsbankinn verið aðalbakhjarl keppninnar. Nú hefur Landsbankinn ákveðið

Gulleggið í kynningarferð um landið

Á næstunni mun KLAK – Icelandic startups leggja hringveginn undir sig og halda í kynningarferð á starfsemi sinni með sérstakri áherslu á stærstu og elstu

Kynningarfundur um Gulleggið 2025 á Akureyri

Gulleggið sem er stærsta nýsköpunarkeppni landsins verður með kynningarfund sem haldin verður á Strikinu á Akureyri þann 2. október kl 17:00 Jenna Björk Guðmundsdóttir frá

Sea Growth hlaut Gulleggið 2024

Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit Gulleggsins 2024 voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta teymið að mati almennings.  Sea Growth

Topp 10 sem keppa um Gulleggið 2024

Föstudaginn 9. febrúar fáum við að vita hvaða hugmynd hreppir Gulleggið 2024! Gulleggið, stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands er eitt af flaggskipum KLAK – Icelandic