Stærsta frumkvöðlakeppni landsins kynnt á Akureyri

Frumkvöðlar og sprotar framtíðarinnar komu saman á Akureyri á kynningu Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands á dögunum. Kynningin fór fram á Vamos við ráðhústorgið þar sem stjörnutvíeykið í Úlfur Úlfur gaf tóninn og trylltu lýðinn.

Vamos fylltist af sprotum, frumkvöðlum og fólki sem ganga með góðar hugmyndir í maganum til að hlýða á kynningu Gulleggsins. Gríðarleg góð stemmning myndaðist þegar öll áttu möguleika að vinna ferð suður á Masterclass Gulleggsins í janúar. Það var hann Ívar Örn Marteinsson sem vann en hann er einn stofnenda sprotans Pelliscol sem tók þátt í viðskiptahraðlunum Vaxtarými í umsjá Norðanáttar, stoðumhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi.

Kynningar á Gullegginu fór vonum framar en Landsbankinn, KPMG, Hugverkastofa, Marel og Controlant, bakhjarlar Gulleggsins voru með eigin kynningarbása þar sem fulltrúar fyrirtækjanna voru í góðu stuði og kynntu starfsemi sína. Controlant var í fyrsta skiptið með á kynningarviðburði Gulleggsins en þau unnu Gulleggið árið 2009 og er því fyrsti bakhjarlinn sem unnið hefur Gulleggið. 

Helga Bestla Baldursdóttir og Auðbjörg Ólafsdóttir frá Controlant: 

”Við erum gríðarlega stolt af því að vera bakhjarl Gulleggsins og af því að geta gefið tilbaka og stutt við nýsköpunarsamfélagið á Íslandi. Keppnin skipar sérstakan sess í sögu Controlant, sem árið 2009 vann Gulleggið og var viðurkenningin gríðarleg hvatning fyrir stofnendur Controlant. Það var æðislegt að koma til Akureyrar og finna fyrir kraftinum í fólkinu þar, en miðað við samtölin er framtíðin heldur betur björt í nýsköpun á Íslandi, og við spennt að fá að fylgjast með og styðja við frumkvöðla framtíðarinnar”.

Ása María Þórhallsdóttir, verkefnastjóri Gulleggsins:

Við erum mjög ánægð með hversu vel gekk og hvað margt mætti á kynningu Gulleggsins. Það er alltaf einstakt að koma norður á Akureyri og finna fyrir öflugu tengslaneti frumkvöðla og sprota sem brenna fyrir nýsköpun. Við hlökkum til að sjá sem flesta fyrir norðan skrá sig í Gulleggið.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Opið er fyrir umsóknir í Gulleggið 2025

Við hvetjum öll sem liggja á hugmynd og þau sem vilja taka þátt án hugmyndar að senda inn umsókn í Gulleggið 2025! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni

Fyrstu verðlaun í Gullegginu hækka í 2.000.000 kr.

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og frá upphafi hefur Landsbankinn verið aðalbakhjarl keppninnar. Nú hefur Landsbankinn ákveðið

Gulleggið í kynningarferð um landið

Á næstunni mun KLAK – Icelandic startups leggja hringveginn undir sig og halda í kynningarferð á starfsemi sinni með sérstakri áherslu á stærstu og elstu

Kynningarfundur um Gulleggið 2025 á Akureyri

Gulleggið sem er stærsta nýsköpunarkeppni landsins verður með kynningarfund sem haldin verður á Strikinu á Akureyri þann 2. október kl 17:00 Jenna Björk Guðmundsdóttir frá

Sea Growth hlaut Gulleggið 2024

Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit Gulleggsins 2024 voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta teymið að mati almennings.  Sea Growth