Össur er bakhjarl Gulleggsins 2024

Össur er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands en Hildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups undirrituðu samning þess efnis á dögunum.    

Gulleggið, sem haldið hefur verið af KLAK – Icelandic Startups síðan árið 2008, er eitt af flaggskipum KLAK og hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta frumkvöðlakeppni á Íslandi. Allur almenningur er hvattur til að taka fyrstu skrefin í frumkvöðlasamfélaginu og umbreyta hugmynd í viðskiptatækifæri með þátttöku í Gullegginu. 

Haft er eftir Hildi Einarsdóttur, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Össurar um samstarfið; “Nýsköpun og frumkvöðlahugsun hefur drifið okkur áfram frá stofnun og á ríkan þátt í árangri fyrirtækisins á alþjóðavísu. Það er okkur sönn ánægja að styðja við íslenska frumkvöðla sem án efa eiga eftir að auðga íslenskt atvinnulíf í framtíðinni”.

“Við hjá KLAK erum afar ánægð að svona öflugt nýsköpunarfyrirtæki eins og Össur sem er leiðandi á sínu sviði á heimsvísu sé nýr bakhjarl Gulleggsins og styðji þannig við frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref. Stærsta frumkvöðlakeppni Íslands hefur verið mikilvægur stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki eins og Controlant, Taktikal, Meniga, PayAnalytics og Atmonia. Við munum opna fyrir skráningu í undirbúningsnámskeið fyrir keppnina þann 13. október næstkomandi og allir frumkvöðlar sem liggja á hugmynd eru hvattir til að skrá sig,” segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups. 

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Gulleggið er fyrir öll og ömmu þeirra!

Vissir þú að Gulleggið er opið öllum og ömmum þeirra? Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur verið haldin af KLAK – Icelandic Startups síðan

Vísindaferð Gulleggsins á Akureyri 17. nóvember

KLAK – Icelandic Startups og Háskólinn á Akureyri kynna vísindaferð Gulleggsins á Akureyri! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt og spennandi fyrirtæki verða á svæðinu

Rapparinn Daniil tryllti lýðinn í Grósku

Frum­kvöðlar og sprot­ar framtíðar­inn­ar komu sam­an í Grósku hug­mynda­húsi á kynn­ingu Gul­leggs­ins, stærstu frum­kvöðlakeppni Íslands, á dög­un­um. Kynn­ing­in fór fram í göngu­götu húss­ins þar sem

CCEP á Íslandi er nýr bakhjarl Gulleggsins 2024

Coca Cola Europacific Partners á Íslandi er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands, en Gestur Steinþórsson, markaðsstjóri áfengra drykkja hjá CCEP og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir,