Topp 10 valin í lokakeppni Gulleggsins 2023

Lokakeppni Gulleggsins fer fram þann 10. febrúar í Grósku og í beinni útsendingu á visir.is.

Rýnihópur sem telur yfir 70 einstaklingar reyndra aðila úr atvinnulífinu og nýsköpunarsenunni fóru yfir 101 hugmyndir frá upprennandi frumkvöðlum og er nú búið að velja þau Topp 10 sem keppast um Gulleggið 2023.

Gulleggið er stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands og þar hafa fjölmörg sprotafyrirtæki stigið sín fyrstu skref og má þar nefna Controlant, Meniga og SolidClouds.

Ása María Þórhallsdóttir, verkefnastjóri Gulleggsins

Ég óska teymum til hamingju að hafa komist áfram í um Gulleggið. Þetta er virkilega spennandi að sjá hvað hópurinn er fjölbreytilegur og ólíkar hugmyndir á bakvið hvert teymi. Það er alltaf erfitt að segja nei og í ár var það einstaklega sárt því hugmyndirnar og frumkvöðlarnir voru virkilega flottir og hvetjum við fólk til að halda áfram þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram að þessu sinni

Vinnustofur fyrir Topp 10 teymin munu hefjast um helgina og fara þau í gegnum stífa þjálfun áður en þau stíga á stóra sviðið í Grósku þann 10. Febrúar. Lögð verður áhersla á hvernig þau fara að því að hefja rekstur og hvaða þættir það eru sem þarf að horfa til þegar koma á hugmynd í framkvæmd á árangursríkan hátt.

Aurora Interactive

Dion Duff, Friðrik Snær Tómasson, Halldór Heiðberg

“Framleiðsla á þriðju persónu action adventure tölvuleik.”

Bambaló barnapössun

Aníta Ísey, Rebekka Levin

“Bambaló Barnapössun (snjallforrit). Fyrir íslenskar fjölskyldur sem vantar barnapössun fyrir eina kvöldstund af og til án þess að fá samviskubit.”

Better sex

Sigga Dögg, Sævar Eyjólfsson

“Rafræn fullorðins kynfræðsla á ensku í streymisveitu.”

Ezze

Þóra Ólafsdóttir, Donna Cruz

“App til að kaupa, selja, gefa eða vera með uppboð á eigin eignum í. Jafn notendavænt og reikniritað eins og að nota t.d. Instagram.”

PellisCol

Íris Björk Marteinsdóttir, Ívar Örn Marteinsson

„PellisCol ætlar að þróa hágæða náttúrulegar Spa húðvörur úr hreinu íslensku kollageni fyrir baðlón, heilsulindir og hótel.“

Sápulestin

Alda Leifsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir

“Breytum sorpi í gull. Endurvinnum notaða steikingarolíu í vistvæna lúxussápu. Sápulestin fer hringin í kringum landið, sækir notaða olíu á veitingastaði og sérhannar sápur fyrir sveitir og landshluta.”

Snux

Harpa Hjartardóttir

“Sílíkonpúði ætlaður sem stuðningur við að hætta að taka nikótínpoka í vörina. Nikótínpúðar eyða tannholdi og eru mjög ávanabinandi.”

SoFo Software 

Fjölnir Þrastarson, Þórarinn Sigurvin Gunnarsson, Friðrik Örn Gunnarsson

“SoFo er samfélagsmiðill fyrir fjárfesta. Með SoFo getur fólk deilt meðmælum, fylgt eignum og fólki, og risið á toppinn.”

Soultech

Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson, Bryndís Jóhannsdóttir, Hrefna Líf Ólafsdóttir

“Smáforrit þar sem allir geta farið í gegnum sálfræðimeðferðir. Hugbúnaður sem aðstoðar sálfræðinga við að veita meðferðir.”

Stitch hero

Þórey Rúnarsdóttir, Marta Schluneger

“Knitting pattern design software.”

Gulleggið frumkvöðlakeppnin er haldin af KLAK – Icelandic Startups og hefur farið fram árlega síðan 2008. Tilgangurinn er að nýjar hugmyndir fái brautargengi og koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar að keppninni á hverju ári og veita leiðsögn og gefa endurgjöf. 

Aðalbakhjarl Gulleggsins 2023 er Landsbankinn sem hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi en meðal annarra bakhjarla eru Controlant, Origo, HVIN, Reykjavíkurborg, Hugverkastofa, Advania, Marel, Eyrir Invest, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóðurinn, Crowberry capital, KPMG, Ölgerðin, Brunnur, Kvika eignastýring, Gróska, Frumtak ventures, Vörður auk Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins 2024

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands. Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar Héðins og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups

Stórfyrirtækið Össur er bakhjarl Gulleggsins 2024

Össur er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands en Hildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups undirrituðu samning

Áslaug Arna ráðherra sló í gegn í Masterclass

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og “Ráðherra Gulleggsins” flutti hvetjandi erindi í lok Masterclass Gulleggsins við mikla hrifningu viðstaddra sem fylltu hátðarsal Grósku.