Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið nýr bakhjarl Gulleggsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið er nýr bakhjarl Gulleggsins en Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups undirrituðu samning til þriggja ára um þátttöku ráðuneytisins sem bakhjarls í Gullegginu.

„Til að ná markmiðum okkar í umhverfismálum verðum við að nýta okkar helstu auðlind, hugvitið. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leggur upp með að nýsköpun, rannsóknir og þróun leiki lykilhlutverk við umskiptin yfir í hringrásarhagkerfi og aðkoma ráðuneytisins að Gullegginu er liður í að styrkja frumkvöðla til góðra verka,“ er haft eftir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 

Gulleggið, sem haldið hefur verið af KLAK – Icelandic Startups í mörg ár, hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta frumkvöðlakeppni á Íslandi og veitt mörgum frumkvöðlum forskot og gott veganesti inn í nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Fjöldi fyrirtækja hefur farið í gegnum Gulleggið og má þar m.a. nefna Controlant, Taktikal, Meniga, PayAnalytics og Atmonia.

“Það er mjög ánægjulegt að fá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið inn sem nýjan bakhjarl Gulleggsins. Samstarfið mun án efa auka vitund um mikilvægi hringrásarhagkerfisins hjá keppendum í stærstu frumkvöðlakeppni Íslands. Aðkoma ráðuneytisins mun vera mikilvægur hvati fyrir hugmyndasmiði sem vilja sækja á ný mið og nýta tækifærin sem gefast í keppni eins og Gullegginu. Við hlökkum til samstarfsins.” Segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Sea Growth hlaut Gulleggið 2024

Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit Gulleggsins 2024 voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta teymið að mati almennings.  Sea Growth

Topp 10 sem keppa um Gulleggið 2024

Föstudaginn 9. febrúar fáum við að vita hvaða hugmynd hreppir Gulleggið 2024! Gulleggið, stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands er eitt af flaggskipum KLAK – Icelandic

Kick-Off Masterclass Gulleggsins 2024

Spjallaðu við sérfræðinginn sem þig vantar í teymið þitt í Grósku föstudaginn 19. janúar kl. 16:00 – 18:00!. Gulleggið, stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands er