Vísindaferð Gulleggsins í Grósku

Vísindaferð Gulleggsins er á næsta leiti en föstudaginn 28. október munu Nýsköpunar – og frumkvöðlanefnd HÍ og KLAK – Icelandic Startups blása í alla stóru lúðrana í Grósku. 

Við hvetjum öll að skrá sig í Gulleggið en það er til mikils að vinna en þátttaka er mjög góð viðurkenning og stórt viðskipta – og markaðstækifæri.

Ekki missa af þessu tækifæri og skráðu þig í dag!

Opið er fyrir skráningu í Gulleggið 2023 og verður hægt að skrá sig til miðnættis 20. janúar – með eða án hugmyndar.

Gulleggið er í umsjón Klak – Icelandic Startups sem býr að áralangri reynslu af þjálfun og stuðningi við frumkvöðla á fyrstu stigum.

Við framkvæmd Gulleggsins njótum við liðsinnis hátt í 100 einstaklinga á ári hverju; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga sem hitta þátttakendur meðan á keppninni stendur og veita þeim leiðsögn og endurgjöf eða taka þátt í rýnihópi sem hefur það hlutverk að fara yfir viðskiptaáætlanir sem berast í keppnina. Þessi öflugi hópur fólks leggur fram tíma sinn í þágu verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag.

Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið síðan 2008. Gulleggið var flutt af hausti og fram í janúar í fyrra og samhliða því gerðar talsverðar breytingar á keppninni.

Áfram verður lögð rík áhersla á að þetta sé hugmyndakeppni og mega keppendur ekki hafa tekið inn fjármagn umfram 2 milljónir króna eða byrjað að hafa tekjur af hugmyndinni. Auk þess hefur verið fallið frá kröfu um tengsl við háskólana.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins 2024

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands. Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar Héðins og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups

Stórfyrirtækið Össur er bakhjarl Gulleggsins 2024

Össur er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands en Hildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups undirrituðu samning

Topp 10 valin í lokakeppni Gulleggsins 2023

Lokakeppni Gulleggsins fer fram þann 10. febrúar í Grósku og í beinni útsendingu á visir.is. Rýnihópur sem telur yfir 70 einstaklingar reyndra aðila úr atvinnulífinu