Hvað er Gulleggið? Má ég taka þátt?

Kynningarfundur 7. janúar 2022

Gulleggið var með beint streymi úr Grósku föstudaginn sjöunda janúar þar sem farið var yfir stærstu frumkvöðlakeppni Íslands. Kristín Soffía, framkvæmdastjóri Icelandic Startups opnaði streymið með kynningu á Gullegginu og við tók Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur frá Tækniþróunarsjóði sem fór yfir Fræ styrkinn. Beatriz Garcia Martinez, almannatengill hjá Huawai kynnti starfsemi fyrirtækisins en eftir henni kom Alma Dóra Ríkarðsdóttir, meðstofnandi HEIMA sem sigraði Gulleggið 2020 og deildi sinni reynslu sinni af Gullegginu. Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups gerði samantekt á því helsta sem kom fram og batt endahnút á vel heppnaðri kynningu á Gullegginu.

>Smella hér til að horfa á kynningarfundinn í fullri lengd

Ert þú með viðskiptahugmynd? Eða langar þig að verða frumkvöðull en ert ekki með neina hugmynd? Ekki hafa áhyggjur – það er hægt að skrá sig án þess að vera með hugmynd.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Gulleggið er elsta og stærsta frumkvöðlakeppni landsins og þar hafa fjölmargir frumkvöðlar stigið sín fyrstu skref. Nú er komið þér – taktu skrefið strax í dag!

Hægt er að skrá sig til miðnættis 13. janúar.

Dagskrá

– Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups kynnir fyrirkomulag Gulleggsins.

– Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði kynnir Fræ, styrk fyrir verkefni á hugmyndastigi.

– Beatriz Garcia Martinez, almannatengill hjá Huawai kynnir starfsemi Huawei.

– Alma Dóra Ríkarðsdóttir, meðstofnandi HEIMA sem sigraði Gulleggið 2020 deilir sinni reynslu.

– Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups tekur saman og skellir í ódauðleg lokaorð.

Gulleggið er opið öllum. Þetta eru áhugaverðir tímar og það er til mikils að vinna!

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins 2024

Héðinn er nýr styrktaraðili Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands. Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar og þróunar Héðins og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups

Stórfyrirtækið Össur er bakhjarl Gulleggsins 2024

Össur er nýr bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands en Hildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups undirrituðu samning

Topp 10 valin í lokakeppni Gulleggsins 2023

Lokakeppni Gulleggsins fer fram þann 10. febrúar í Grósku og í beinni útsendingu á visir.is. Rýnihópur sem telur yfir 70 einstaklingar reyndra aðila úr atvinnulífinu