Lokakeppni Gulleggsins fer fram í hátíðarsal Grósku en keppninni verður streymt í samstarfi við Stöð 2 Vísi og beint á vefsíðu Gulleggsins. Bergur Ebbi mun opna keppnina.
Gulleggið 2022 með öllum Topp 10 teymunum um helgina fór mjög vel af stað og fengu öll góð ráð og hvatningu frá nokkrum af bestu sérfræðingum landsins við undirbúning fyrir lokakeppnina á föstudaginn, 4. febrúar.
Við hvetjum alla til að fylgjast með björtustu vonum Gulleggsins 2022 stíga sín fyrstu skref.
Topp 10 Gulleggsins 2022
Miako
Teymið á bakvið Miako er Davíð Unnsteinsson, Klara Lind Gylfadóttir, Ari Vilbergsson og Krzysztof Szkudlarek.
„Miako – Markaðstorg sem stuðlar að bættu hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja almenning og fyrirtæki til að láta gott af sér leiða.„
Lilja app
Teymið á bakvið Lilja app er Ingunn Henriksen og Árdís Rut Einarsdóttir.
„Lilja app bjargraður þolenda til bættrar lagalegrar og félagslegrar stöðu.“
SEIFER
Teymið á bakvið SEIFER er Guðrún Inga Marinósdóttir, Davíð Andersson og Bjarki Snorrason.
„SEIFER vinnur að því að hanna og þróa íþróttabúnað, ásamt gagnagrunni, sem sem er nýttur í rauntíma mælingar og gagnasöfnun varðandi höfuðhögg. Með gagnasöfnun búnaðarins er hægt að endurbæta bataferli og viðbragðsáætlanir gegn heilahristingum í íþróttum.„
TVÍK
Teymið á bakvið TVÍK er Gamithra Marga, Safa Jemai og Atli Jasonarson
„TVÍK, eða tæknivæddi íslenskukennarinn, er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku.„
Vetur Production
Teymið á bakvið Vetur Production er Máney Eva Einarsdóttir, Stella Guðmundsdóttir, Hanna Dís Hallgrímsdóttir, Sandra Ósk Júníusdóttir og Ingibjörg Hrefna Pétursdóttir.
„Vetur Production er íslenskt animation fyrirtæki sem framleiðir teiknimyndir upp úr þjóðsögum okkar og ævintýrum. Áhersla er lögð á fjölbreytileika og að varðveita íslenskan menningararf.„
Guru
Teymið á bakvið Guru er Árni Steinn Viggósson, Sesar Hersisson og Jana Katrín Magnúsdóttir.
„Hugbúnaður og markaðstorg sem gerir hverjum sem er kleift að setja saman skipulagðar ferðir og gerast leiðsögumaður.„
Samtaka heimili
Teymið á bakvið Samtaka heimili er Árný Heiða Helgadóttir og Rakel Orradóttir.
„Samtaka heimili er smáforrit (app) hannað fyrir foreldra þeirra barna sem eiga tvö heimili. Markmiðið er að hanna tæki sem auðveldar daglegt skipulag foreldrasamvinnu, lágmarkar þætti sem stuðla að neikvæðum samskiptum og dregur úr álaginu sem fylgir þriðju vaktinni fyrir samsettar fjölskyldur.„
Gamechanger
Teymið á bakvið Gamechanger er Kristófer Magnússon, Jóhannes Hilmarsson og Sindri Mar Kaldal Sigurjónsson.
„Hugbúnaðarlausn sem hjálpar einstaklingum að bæta sig í mismunandi íþróttum í eigin frítíma. Lausnin býr til sérsniðnar leiðir sem gerir einstaklingum kleift að ná sem mestum framförum.„
Stöff
Teymið á bakvið Stöff er Andri Sigurðsson, Atli Þór Jóhannsson og Sindri Snær Magnússon.
„Stöff er rafrænt deilihagkerfi sem bíður notendum að leigja eða lána út stöff í sinni eigu til annarra notenda á öruggan hátt og þar með draga úr sóun og styrkja hringrásarhagkerfið.„
Ecosophy
Teymið á bakvið Ecosophy eru Smári McCarthy, Ólafur Rögnvaldsson, Birgir Magnússon og Steph Matti.
„Við hjálpum fólki að taka góðar ákvarðanir um viðbrögð við loftslagsbreytingum.„
Helgin 29. – 30. febrúar hjá öllum teymunum var löng en uppbyggileg og hlustuðu þau meðal annars á Ástu Brá Hafsteinsdóttur og Ævar Hrafn Ingólfsson, sérfræðingar hjá KPMG sem fóru vel yfir áríðandi ferli um stofnun fyrirtækis og rekstur. Þar á eftir kom Halldór Snær Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Myrkur Games. Fór hann yfir sögu sína sem frumkvöðull þar sem hann fór vandlega yfir hvað þarf til að koma hugmynd sinni á framfæri.
Bergur Ebbi hóf einstaklingsspjall við öll í teymunum í lok dags og fengu öll kjörið tækifæri að kynna hugmyndirnar sínar og fá uppbyggilega endurgjöf.
Sunnudagurinn var jafn viðburðarríkur og laugardaginn en fengu teymin góð ráð frá Sylvíu Bríem Friðjónsdóttur þjálfara hjá Dale Carnegie sem lagði áherslu á að ekki hafna árangri. Fór hún einnig inn á að ráð um að koma í veg fyrir að hika þegar verið er að taka ákvarðanir. Hlusta á innsæið var einn stór liður í þeim ráðum.
Kjartan Þórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Nordverse þar á eftir kom og sló í gegn en hann fór yfir sögu frumkvöðla og fengu teymin gott tækifæri á því að hefja spjall um stöðu sína á frumkvöðlasenunni.
Í lok dags tók Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn það stóra verkefni að sér að þjálfa öll teymin, eitt í einu, í framkomu í hátíðarsal Grósku. Gerð var sú krafa að öll teymin tækju fullan þátt í öllu prógrammi Gulleggsins um helgina og væru reiðubúin að leggja sig fram við að vaxa, þroskast og undirbúa sig vel fyrir lokakeppnina 4. febrúar.