Verð­mæti fólgin í því að mæta á Gulleggið

Birting: Fréttablaðið, 3. janúar 2023

Það eru mikil verð­mæti fólgin í því að mæta á svona við­burði, fá að heyra reynslu­sögur frá fólki sem var eitt sinn í sömu sporum, að vera með hug­mynd í höndunum sem lét það verða að veru­leika,“ segir Gerður.

Verðmætt að heyra hvernig hugmyndir fólks urðu að veruleika

Gerður í Blush opnar Masterclass Gulleggsins sem fer fram 21. 22. janúar.

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, sem var meðal annars valin Markaðs­manneskju ársins 2021, segir að Gul­leggið sé frá­bær vett­vangur fyrir ein­stak­ling og hópa sem hafa ást­ríðu og löngun til að stofna fyrir­tæki. Hvort sem þau eru með hug­mynd eða ekki. Hún segir marga sækja við­burðinn til að kynnast öðrum frum­kvöðlum og öðlast aukna færni. Frum­kvöðla­keppnin Gul­leggið mun fara fram í 16 skiptið með Masterclass helgina 21.til 22. janúar. Masterclassinn fer fram í annað sinn og er opinn öllum þeim sem skrá sig í Gul­leggið.

Gul­leggið er stærsta frum­kvöðla­keppni landsins en keppnin hefur farið fram síðan 2007. Fjöl­mörg fyrir­tæki hafa stigið sín fyrstu skref í Gul­legginu og má þar nefna Solid Clouds, Genki, Róró, Meniga og svo Controlant sem er eitt af bak­hjörlum keppninnar í ár.

Í ár verður sér­stök á­hersla lögð á að tengja saman frum­kvöðla og mynda þannig öflugari teymi sem eiga þann mögu­leika að vinna Gul­leggið 2023. Tæp­lega 300 frum­kvöðlar skráðu sig til leiks í fyrra og eru nú þegar 59 teymi skráð í ár en frestur til að skrá sig rennur út 20. janúar.

Fyrir­lesarar í Masterclass Gull­eggsins munu meðal annars fara yfir markaðs­setningu, fjár­mögnunar­um­hverfið, rauna­sögur sprota­fyrir­tækja og öll munu sitja vinnu­stofur með fyrir­lesurum.

Ein af megin á­herslum Masterclassins er að kenna frum­kvöðlum að ramma inn hug­myndir inn í góða sölu­kynningu. Frum­kvöðlar hafa í kjöl­farið tæki­færi á að senda sína kynningu inn og freista þess að verða eitt af þeim 10 sprota­fyrir­tækjum sem keppa um Gul­leggið þann 10. febrúar í beinni út­sendingu frá Grósku.

Aðal­bak­hjarl Gull­eggsins 2023 er Lands­bankinn sem hefur tekið þátt í verk­efninu frá upp­hafi en meðal annarra bak­hjarla eru Controlant, Origo, HVIN, Reykja­víkur­borg, Hug­verka­stofa, Advania, Marel, Eyrir Invest, Ís­lands­stofa, Crowberry capi­tal, KPMG, Öl­gerðin, Brunnur, Kvika eigna­stýring, Gróska, Frum­tak ventures, Vörður auk Há­skólinn í Reykja­vík, Há­skólinn á Akur­eyri og Há­skóli Ís­lands.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

Síðasta vísindaferð Gulleggsins 2025

KLAK Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HÍ kynna vísindaferð Gulleggsins 2025!  Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Við kynnum vísindaferð Gulleggsins 18. október

KLAK – Icelandic Startups og Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR kynna vísindaferð Gulleggsins! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, verður kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki verða á

Opið er fyrir umsóknir í Gulleggið 2025

Við hvetjum öll sem liggja á hugmynd og þau sem vilja taka þátt án hugmyndar að senda inn umsókn í Gulleggið 2025! Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni

Fyrstu verðlaun í Gullegginu hækka í 2.000.000 kr.

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og frá upphafi hefur Landsbankinn verið aðalbakhjarl keppninnar. Nú hefur Landsbankinn ákveðið

Gulleggið í kynningarferð um landið

Á næstunni mun KLAK – Icelandic startups leggja hringveginn undir sig og halda í kynningarferð á starfsemi sinni með sérstakri áherslu á stærstu og elstu

Kynningarfundur um Gulleggið 2025 á Akureyri

Gulleggið sem er stærsta nýsköpunarkeppni landsins verður með kynningarfund sem haldin verður á Strikinu á Akureyri þann 2. október kl 17:00 Jenna Björk Guðmundsdóttir frá